4.6.04

Í dag ætla ég að baka Frystihúsbrauð mhhmhhhh.........þá verður bóndin ánægður ;)

Í dag er ég búin að afreka mikið og klukkan rétt orðin 12 :) ég er búin að vaska upp og baka frystúsbrauð (eins og ég kýs að kalla það) allt þetta tók mig einar 20 mínútur hehe geri aðrir betur!! Mig langar nú svoldið að deila þessari uppskrift með ykkur hinum húsmæðrunum ;o) en hún er ótrúlega auðveld. Ég hef bakað þetta brauð alveg sjálf frá því að ég var 8 ára gömul (mamma hjálpaði að stilla ofninn:) Það finnst öllum sem hafa smakkað brauðið hjá mér alveg ómótstæðilega gott og þá sérstaklega bóndanum híhí hí :) það hverfur áður en ég veit af og þá er bara að baka annað því að þetta er svo rosalega auðvelt.................ég er hætt að blabla og hér kemur uppskriftin

3 dl Hveiti
3 dl Haframjöl
3 dl Sykur (er að prufa að minnka sykurinn)
3 dl mjólk
2 tsk Natron=Matarsódi
1 tsk Negull
1 tsk engifer

Þessu er svo öllu skellt saman í skál og blandað vel (ath. handhræra) og sett í ílangt form ef það eru lítil eins og jólakökuform þá er betra að setja í 2 en mér finnst best að vera með eitt LANGT. Já svo er að henda þessu í ofnin í 50-60 mín á 200 C
Nammi nammi namm
eða þið getið líka bara komið í heimsókn til mín ég á oftast til frystiúsbrauð :o)

Ástarkveðja Húsmóðirin fyrir vestan

3.6.04

Húsmóðir fyrir vestan........

Ég hef tekið að mér nýtt starf :) ég er orðin HÚSMÓÐIR fyrir vestan. Þetta er að sjálfsögðu svolítið stökk upp á við þar sem ég hef verið óbreyttur nemandi hingað til. Þetta starf er mjög fjölbreytt og reynir mjög á andlegu hliðina, sérstaklega þegar kemur að þrifum á límmiðum um alla veggi!! Ég hef staðið mig vel hingað til, að mínu mati, ég hef bakað 3 tegundir af brauði á einni og hálfri viku sko mína. Ég er búin að skúra allt einu sinni og þrífa helmingin af veggjunum, klósettið var tekið í gegn og svefnherbergið. Svo á mín von á gestum á morgun svo að allar sængur og koddar voru þveginn eða viðrað. Að sjálfsögðu þurfti að þrífa gestaherbergið en þegar ég var að taka rúmið fram beið mín þar þvílíkur viðbjóður............þar fann ég notaðan smokk!!!!!! Þessir fyrrum íbúar þessarar íbúðar eru algjör ógeð...........ekkert illa meint............ en það er ég sem þarf að þrífa þetta. ( reyndar fékk ég húsbóndan til að fjarlægja smokksógeðið) Eins og sannri húsmóður sæmir þvæ ég að meðal tali 1&hálfa þvottavél á dag. Ég vill kvarta yfir einu þá finnst mér frekar ömurlegt að horfa upp á allar þessar auglýsingar þar sem duft&töflur fyrir uppþvottavélar eru í aðalhlutverki en aldrei er auglýst hvaða uppþvottalögur er bestur til þess að vaska upp með. Að vaska upp er neflilega vandvirknisverk skal ég sko segja ykkur. Kannski er vandamálið bara það að ég fæ Monicku-syndrom annað slagið og það getur verið ansi erfitt að ráða við það heilkenni...........................
Kveðja hamingjusöm húsmóðir fyrir vestan

p.s. ég fæ 1.5 blóm á meðaltali á viku frá bóndanum :o)
p.p.s. kíkið endilega á Linkin, þar er ein af 3 uppskriftunum sem ég er búin að prufa..........mæli með henni -hvílaukur og rosalega gott með smjöri :o)

2.6.04

Framhald :)..........að hengja upp hausa fyrir vestan

Þá er komið að framhaldinu af hengja hausa sögunni. Ég er flutt vestur í bili eins og þið flest vitið, en já hún Svala vínkona mín býr hérna fyrir vestan nánar tiltekið í súgandafirði. Kellan er barasta búin að ná sér í bónda þar í sveit. Það er nú ekki til frásögu færandi nema hvað að þau taka að sér að hengja hausa og fiska fyrir fiskvinnslu fyrirtæki hérna í nágreninu. Ég ákvað að kíkja í heimsókn í sveitina til Svölu&Svavars og þegar þangað var komið var að sjálfsögðu hoppað beint í vinnugallan og út í fjós&fjárhús = sama húsið hehe :) tékka á því hvort að einhver kindi væri að bera, það var ekkert að gerast svo við fórum inn að borða og eftir mat var stefnan tekin á Hjallinn. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað Hjallur er þá er það trégrindur þar sem fiskur og fiskhausar eru hengdir upp til þerris. Eftir sirka tvo mánuði er það svo tekið niður, pakkað og sent til Nígeríu þar þykir lostæti að sjóða þetta í súpur. Ég ákvað að ég hefði nú bara gott af því að fara og vinna svoldið :) við hengdum upp slatta eða um 7 tonn af þorskhausum, ég var frekar stolt :) Atli átti nú samt eitthvað bágt með að trúa því í fyrstu, fannst það svoldið mikið hehe :) Mér fannst þetta nú bara fínasta brúk á mér svo slegið var til og ég brúkuð aftur næsta dag. Þá var ekkert slor því að eftir nokkurra tíma vinnu á hjallinum var haldið heim í fjós þar sem við tókum á móti nokkrum lömbum og einni gullfallegri kvígu sem hlaut nafnið Domma. Þegar við vorum búnar að sinna gegningum þá var haldið heim og eldaður suðrænn kvöldverður. Við elduðum uppáhalds matinn okkar beggja (ólöf og svala...) tacos, nammi namm. Atli litli kom þreyttur af æfingu og áta af bestu lyst. Greyið þurfti að keyra alla leið frá Súðavík til Súgandafjarðar til að fá að borða.