Ykkur er boðið á lokasýninguna mína

Jæja þá er ég að fara útskrifast úr listaháskólanum og á laugardaginn opnar útskriftasýningin.
Mig langar að sjálfsögðu að sjá sem flest kunnuleg andlit þannig að mig langar að bjóða ykkur að koma. Sýningin er í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn kl. 14-18.
Ég vonast til að þið getið komið og notið myndlistar og hönnunnar með mér.
Laugardagur kl 14-18 í Listasafni Reykjavíkur
kveðja Olla verðandi myndlistamaður með B.A. gráðu
P.s. smá skilaboð frá samnemanda mínum:
Ég heiti Jeannette Castioni og er að útskrifast úr myndlistardeild, ég er að setja upp verk fyrir útskriftarsýninguna í Hafnarhúsinu sem meðal annars uppistendur af fjöldamörgum skálum með óbökuðu brauðdeigi sem ég er að biðja fjölda fólks um að koma með. Ég ætla að biðja þig að koma með 1 eða 2 skálar (krukkur, glös eða hvað sem er) af óbökuðu brauðdegi og koma með þær í hafnarhúsið á tímabilinu: mánud. 1. maí til fimmtud. 4. maí. Ég verð þar við uppsetningu verksins frá kl 10.00 til 16.00 þessa daga.