22.10.05

PHOTOSHOPARI



alltaf gaman að leika sér í photoshop :)

20.10.05

Óheppin að lenda í árekstri


Ég lenti í árekstir fyrir 6 árum óheppin ég.
Já það má segja að tryggingar félögin séu erki óvinir þeirra sem að lenda í líkamlegutjóni..........aaaaa nema þeirra sem hafa vit á því að kynna sér hinar óskrifuðu reglur tryggingar félagana. Segjum að þú harkir af þér og mætir í vinnu eða skóla þá átt þú ekki rétt á þjáningarbótum!! Það þýðir að ef að manneskja handleggsbrotnar og mætir samt sem áður í skóla þar sem að eyrun eru í lagi þá á hann samkvæmt stefnu tryggingar félagana ekki rétt á Þjáningarbótum sem er samt sem áður réttur hins slasaða.
Ég einmitt lenti í þessu..... ég lenti í tjóni en mætti í skólan og vinnuna þar af leiðandi neita tryggingarnar að borga mér þjáningarbætur sem að ég á rétt á samkvæmt lögum. Mér finnst þetta svo mikið prinsíp mál,(sama um $) þeir gera allt til þess að sleppa við að borga manni það sem að maður á rétt á samkvæmt lögum. Upphæðin er ekki það há til að gera mál úr því en prinsípsins vegna ætti ég að sjálfsögðu að gera það en nei nenni ekki að eyða meiri tíma inn á lögfræðingarstofum.
Annað sem að kom mér verulega á óvart með tryggingarnar er það að þeir greiða aðeins sjúkraþjálfun/endurhæfingu til þess að sjúklingnum líði betur fyrir örorkumatið þannig að eftir að mat hefur farið fram kemur það þeim ekkert við lengur. Athyglisvert þannig að ef að þú lendir í slysi þá verðurðu ekki einugnis fyrir varanlegu tekjutap, líkamlega vanlíðan, heldur þarft þú eyða miklum tíma í sjúkraþjálfun sem að væntanlega tekur tíma frá störfum eða heimilli. Þannig að beisiklí þá ert þú bara mjög óheppin ef að þú lendir í slysi því að tryggingarnar bera ekki hag þinn fyrir brjósti svo í guðana bænum viljið þið keyra varlega ykkar vegna og mín vegna :)

Kveðja ein svoldið bitur

17.10.05

SUSAN SONTAG


Áhugaverð kona. Ætla að kynna mér hana betur. Kíkja á þessa síðu og lesa bækur í flokknum atvik. Hún fjallar um ljósmyndina á mjög áhugaverðan hátt og fagurfræðina.