Þriðjudagurinn 9 DESEMBER
Í dag er þriðjudagurinn 9 DESEMBER!!! Já ég litla svefndýrið gerði mér ekki grein fyrir því að það er kominn desembermánuður. Ég er nú ekki í neinu stress kasti yfir jólunum. nei nei nei. Ég átti neflilega að skila ritgerð 8 desember sem er ekki tilbúin. Það er augljóst að tímin er afstæður. Ég hefði átt að sleppa öllu jóla innkaupunum og læra frekar!! Nei þetta er nú ekki svo einfalt. Eitt af því sem hefur verið að tefja mig við þessa ritgerðasmíð er það að bókin sem ég var aðallega búin að nota hvarf! Málið var það að ég skildi búnka af bókum eftir í matsalnum og vitjaði hans ekki í um viku. Svo þegar ég kom aftur og leitaði af bókunum fann ég allar 5 nema þá sem ég hugðist nota. Þetta fannst mér frekar fúllt og ákvað að spurjast fyrir. Þá kom í ljós að öðrum nemenda fannst bókin mín áhugaverð og ákvað að fá hana í láni. En nú er að komast að því hver fékk bókina mína í láni.......ég fékk ýmsar lýsingar.......lág ljóshærð frekar grönn........hávaxin með stutt dökkt hár..og svo framvegis. Ég ákvað þá að setja upp auglýsingu og auglýsa eftir bókinni minni og vitið menn í dag þennan yndislega kalda dag fékk ég upphringingu frá stúlkunni með bókina. Nú get ég haldið áfram með ritgerðina með glöðu geði :)
En hugum aftur að jólaundirbúningi og þessum ofsafengna jólastuði sem allir virðast vera í!! Ég átti ekki til orð þegar ég mætti í vinnuna ( í kringlunni) um miðjan nóvember og það var allt skreytt með þessum aldeilis fínu slaufum! Það sem mér fannst enþá verra var að nokkrum dögum seinna sat ég og borðaði morgunmat yfir morgun sjónvarpinu, þar var verið að kenna fólki að búa til jólakort. Í guðs bænum getum við ekki bara opnað sér jóla-stöð fyrir þetta fólk sem ekki getur setið á sér og þarf að njóta jólanna allan ársins hring. Ég spyr þá bara nýtur fólk jólanna jafn vel þegar þetta er orðin meiri hlutinn af árinu? Er lífið kannski bara ein jól!! Ekki misskilja, ég hef afskaplega gaman af jólunum og finnst mér þetta einn af rómantískustu tímum ársins, en öllu má nú ofgera! Ég er alveg sammála því að fólk á að vera tímanlega með hlutina en að allt hringsnúist um hlutin, veistu mér verður bara flökurt. Ég vildi óska þess að Íslendingar gætu sameinast um að njóta lífsins betur. Við erum vinnualkar sem höfum ekki tíma til að lesa auglýsingar. Þess vegna gera fyrirtækin sér lítið fyrir og auglýsa helmingi meira! Sem þýðir helmingi meira áreiti á alla þessa vinnualka. Sem koma svo í kringluna og snappa á afgreiðslufólk fyrir að vera ekki nógu snöggt að vinna! Það ætti að stofna stjórnmálaflokk fyrir óvirka vinnualka, þar sem að aðal stefnumálið er að kenna fólki að njóta lífsins í hófi!
Ef við endur skoðum allt sem ég hef sagt hérna ætti ég kannski að taka eitthvað til mín! Er það kannski ég sem er að snappa á jólunum vegan of mikils álags?
En hugum aftur að jólaundirbúningi og þessum ofsafengna jólastuði sem allir virðast vera í!! Ég átti ekki til orð þegar ég mætti í vinnuna ( í kringlunni) um miðjan nóvember og það var allt skreytt með þessum aldeilis fínu slaufum! Það sem mér fannst enþá verra var að nokkrum dögum seinna sat ég og borðaði morgunmat yfir morgun sjónvarpinu, þar var verið að kenna fólki að búa til jólakort. Í guðs bænum getum við ekki bara opnað sér jóla-stöð fyrir þetta fólk sem ekki getur setið á sér og þarf að njóta jólanna allan ársins hring. Ég spyr þá bara nýtur fólk jólanna jafn vel þegar þetta er orðin meiri hlutinn af árinu? Er lífið kannski bara ein jól!! Ekki misskilja, ég hef afskaplega gaman af jólunum og finnst mér þetta einn af rómantískustu tímum ársins, en öllu má nú ofgera! Ég er alveg sammála því að fólk á að vera tímanlega með hlutina en að allt hringsnúist um hlutin, veistu mér verður bara flökurt. Ég vildi óska þess að Íslendingar gætu sameinast um að njóta lífsins betur. Við erum vinnualkar sem höfum ekki tíma til að lesa auglýsingar. Þess vegna gera fyrirtækin sér lítið fyrir og auglýsa helmingi meira! Sem þýðir helmingi meira áreiti á alla þessa vinnualka. Sem koma svo í kringluna og snappa á afgreiðslufólk fyrir að vera ekki nógu snöggt að vinna! Það ætti að stofna stjórnmálaflokk fyrir óvirka vinnualka, þar sem að aðal stefnumálið er að kenna fólki að njóta lífsins í hófi!
Ef við endur skoðum allt sem ég hef sagt hérna ætti ég kannski að taka eitthvað til mín! Er það kannski ég sem er að snappa á jólunum vegan of mikils álags?