Ferðagrísinn kominn heim og farinn að hengja hausa fyrir vestan
Jæja þá er ferðagrísinn ég kominn á skerið. Ég fór í smá euro-trip :o) og tók einmitt Atlas kortið með ;o) alla vega ætli ég byrji ekki á ferðasögunni................ég er náttúrulega ekki búin að hafa tíma til að skemmta ykkur blogglesendum í allt of langan tíma SORRY :o) Þetta byrjaði allt með því að ég var keyrð út á keflavíkurflugvöll þar sem ég tók flugvél :) nei ekkert rugl ég byrjaði á að fara til Brussel að heimsækja systur hans Atla hana Vigdísi. Við fórum á nokkrar leiksýningar á leiklistahátíð þar í borg en hún var alveg frábær, fórum á 5 leiksýningar. Svo eftir að hafa skemmt mér í Brussel með fjölskyldunni hennar Vigdísar lá leiðin suður á bóginn. Ég flaug til Köben og þaðan til Milanó, en þar beið mín 4 tíma lestarferð áður en ég var komin á leiðarenda. Ég tók lest frá Milanó til Verona og þar þurfti ég að skipta um lest sem ég þurfti að hlaupa í til að ná henni :s ekki gott þar sem ég var með 30 kíló á bakinu. Ég náði lestinni naumlega en hún lagði af stað mínútu eftir að ég var stígin upp í hana :o) thank god, ég hefði þurft að bíða lengi eftir næstu lest. Leið mín lá til smábæjar í norður Ítalíu sem heitir Bolzano, en þar heimsótti ég Rósu Björk frænku mína og kærastan hennar Gísla. Við áttum frábærar stundir á Ítalíu, borðuðum sjúklega góðan mat og drukkum gtt vín með. Við fórum líka í dagsferð til Feneyja sem var algjör snild :) mæli með að fara til Feneyjum fyrir þá sem eru í rómantískum hugleiðingum. Ég skoðaði skólan hjá Rósu & Gísla sem er svakalega flottur, aðstaðan svona 300% betri en í LHÍ :o( Eftir viku hjá Rósu & Gísla var kominn tími til að hætta að trufla Rósu við námið hí hí :s og halda ferðalaginu áfram. Ég fór frá Bolzano um hádegi og tók lest til Verona og þaðan átti ég að taka lest til Mílanó og þaðan til Barcelona á SPÁNI :o) Þegar ég kom til Verona þá var ég búin að missa af lestinni minni til Mílanó vegna þess að mín lest var sein :o( en ég fann þarna ungan herramann sem talaði ensku. Hann kom með mér í upplýsingar og talaði við þá á ítölsku, þar sem fáir tala góða ensku þar. Hann sagi mér að ég myndi ekki ná lestinni til Barcelona svo að við skunduðum í aðrar upplýsingar. Þar var ég spurð hvort ég ætlaði að fara til Barcelona á Ítalíu.................nei ég var á leiðinni til spánar.......................afgreiðslumönnunum var vel skemmt þegar þeir heyrðu það :oS ég hafði keypt miðan í automatic og þar var miði til Barcelona en þar sem aðeins er hægt að kaupa miði innanlands :o) og hvernig gat ég vitað það??? Alla vega þá reddaðist þetta allt saman á endanum með hjálp frá unga herramanninum ég fékk miða í næturlest til Barcelona. Lestarferðin tók 14 tíma en ég tók varla eftir því vegna þess að ég var sofandi mest allan tíman ZZzzzzzz....... ég stopaði í einn sólarhring í Barcelona og talandi um sólina þá brann ég svo illa þennan eina klukkutíma sem ég lá í sólinni að ég gat varla sofið. Ég var eins og karfi í framan og húðin öskraði af sársauka :o( en ég lét það ekki stoppa mig við innkaupin Hehe. Ég flaug frá Barcelona til Köben og stoppaði þar í 6 klukkutíma og ákvað í stað þess að hanga á flugvellinum, sem er ekki það skemmtilegasta, að fara niður á Strik að versla. Ég brunnarústin skundaði niður á Strik og markmiðið var að versla föt á Atla, ég fór í Jack & jones og H&M og fann fyrst ekkert en svo kom verslunarfílingurinn yfir mig og ég keypti föt fyrir 18.000 kr danskar hhhhhheee hheeee nei meina íslenskar ;o) ég nennti ekki að máta neitt sjálf þar sem ég var hrædd um að það kæmi aska í fötin :o) En keypti samt smá með þá von um að það myndi passa. Ég kom heim föstudaginn 21. maí klukkan 21:00 mamma & Jói sóttu mig, á leiðinni til Reykjavíkur frétti ég að það væri partý hjá Gumma bróður sem að mér væri boðið í hehe ég náttúrulega gat ekki sagt nei partýgrísinn ég :o) Við systkinin fórum svo öll saman á players þar sem í svörtum fötum voru aö spila, það var geggjað gaman. Svo var það að pakka því að ferðagrísinn sjálfur var á leiðinni Vestur á Ísafjörð, helgin fór í það að pakka og ganga frá dótinu mínu og nottúrlega að jamma með stelpunum :o). Á sunnudeginnum var svo stigið enn eina ferðina upp í flugvél og flogið vestur, en þá er ég búin að fara 7 sinnum í flugvél á 3 vikna tímabili sannkallaður ferðagrís. Ég verð að fara í vinnuna núna en klára sögununa með hausana síðar :o) ykkar ástkæri ferðagrís :O) hong hong