29.4.06

Stúlkan orðin 1 árs og það styttist óðum í fluttningar

Jæja þá er liðið ár frá því að litla prinsessan mín kom í heiminn. Tíminn flýgur bókstaflega. Ég blés á kertið fyrir Kleópötru enda ekki komið með nógu mikið vit til að átta sig á öllum herlegheitunum, spurning hvort dagurinn hafi haft meiri merkingu fyrir mig móðurinna en hana? :S Þetta var yndislegur dagur sem við nutum með vinum og ættingjum.

Af húsamálum þá gengur bara vel. Atli og nokkrir hjálpa kokkar steyptu síðast liðinn fimmtudag og gekk það vel. Þannig að nú fer að styttast í það að við flytjum frá nafla alheimsins (Bakkaselinu) og komum okkur fyrir í fossvoginum. Ég efast ekki um það að okkur eigi eftir að líða mjög vel þar :) stutt að rölta í Nauthólsvíkina og í Elliðárdalinn. Svo á hún Helga vinkona okkar að sjálfsögðu heima rétt hjá svo það verður stutt að kíkja í saumaklúbb :)

Ég sett fjótlega inn myndir af framkvæmdunum ;)

adios amigos
Domma dom

P.s. Krístín María mín hjartanlega til hamingju með þetta fallega nafn og að vera komin í kristina manna tölu.