6.7.06

Eldhaf á Akranesi

Eldtungurnar stóðu upp úr verkfærahúsi vinnuskólans í þann mund sem ég hafði lokið að vinna með krökkunum í unglingavinnunni. Ég, Anna Leif, Íris Jana og Kristjana brunuðum af stað í adrínalín æsingi og tókum fullt af myndum. Ein endaði í mogganum :) vef morgunblaðsins réttara sagt.
Það er ekki í fjarri lagi að minna ykkur á að ég er að fara að halda sýningu næst komandi laugardag á Akranesi. Ég vonast til að sjá sem flest kunnuleg andlit, Allir að mæta í grænu og appelsínugulu þar sem Írsk hátíðarhöld eru á Akranesi þessa helgi fullt af dagskrá fyrir alla. Ball um kvöldið Paparnir og Todmobil spila þannig að það verður magnað :)
Ef ykkur langar á ekta lopapeysuball endilega komið ég verð þar.

kveðja Olla Lopi