3.12.03

Miðvikudagurinn 3.12. 2003

Kæru vinir og allir þeir sem heimsækja þessa viðburða litlu síðu. Nú er kominn tími til að fara láta í heyra sér hérna á blogginu. Domma fór nebblilega í svotla fílu út í bloggið um daginn. Hún áttaði sig neflilega á því að þetta er fyrir alþjóð og meira segja allan alheim að lesa!!! Spáum aðeins í því að Siggi í Alsír getur lesið um mig og mína.
Þetta hefur verið eitt af heitustu umræðuefnunum í mínu umhverfi. Hvað skal skrifa? Hvað má ekki skrifa? Um hvern má ekki skrifa? Til hvers að skrifa? Þetta eru spurningar sem hafa sveimað um í heilabúinu upp á síðkastið. Ég tel að þessar skriftir hérna á veraldarvefnum eigi að vera öllum til yndisauka. Tel ég þess vegna að hver og einn eigi að taka tillit til náungans alveg eins og í efnisheiminum. Þá er það stóra spurningin hvers vegna er fólk um allan heim að skrifa um líf sitt og hugsanir fyrir alla að skoða. Allir vilja að sjálfsögðu vera stjörnur í sínu eigin lífi og hví ekki hérna á vefinum. Þeir sem vilja ekki opinbera sig fyrir alþjóð verða bara vera með gamal dags dagbók heima við sem er geymd á góðum stað. Ég mæli sérstaklega með að geyma hana undir koddanum, margur hefur nú haft sitt eigið banka útibú undir koddanum.
Hverjir eru það svo sem lesa þetta elskulega blogg? Hvernig á maður að taka gagnrýni á bloggið sitt? Er bloggið ekki í raun ein stór myndlistasýning á lífi hvers og eins? Að sjálfsögðu á fólk eftir að gagrýna eins og um sé að ræða framsetningu á verki/verkum. Svo er það sú gamla, gamla gróa á leiti sem læðist fram siðprúðu huga okkar. Við mannfólkið erum ekki eins góð og við höldum. Ég kemst að því með hverjum deginum sem líður. Við erum villidýr að eðlinu og ættum að skoða það betur í okkar daglega lífi.
Forvitnin sú gamla kempa er innan skamms hjá flestum og er getur verið svo dásamlegt að svala henni á blogginu. Sérstaklega hjá okkur sem erum listrænt þenkandi. Sá sem er ekki forvitin er ekki listamaður, sagði einhver eitt sinn. Vangaveltur, endalaust er hægt að velta sér fram og aftur. Ég hef sem sagt tekið þá ákvörðun að varpa fram spurningum hér á þessari fínu veraldarvefssíðu. Það ætti þá einhver að geta hjálpað mér við leitina að heilaga sannleikanum, ef hann er þá til!
Ég ætti að fara snúa mér að náminu en tölvan tekur sinn tíma í að vinna hlutina, þrátt fyrir hraðan server. Ég á sem sagt að sitja hérna í tvo klukkutíma í viðbót (við þá 12 klukkutíma sem ég hef verið hér). Ég er komin með nettan hausverk og ég er farin að trúa því að maður fái einhvers konar bólgur í heilan við að vinna svona mikið við tölvu. Þetta getur bara ekki verið gott fyrir heilsuna!!
Kveðja Dómhildur