7.10.05

Hvað er list? umræða i kastljosi manudagsins

Já ég helt að ég yrði ekki eldri þegar að ég horfði á kastljósið síðast liðin mánudag. Hin ágæti stjórnandi kastljósins Sigmundur Daði tók viðtal við Þórunni Sigurðardóttir listrænsstjórnanda listahátíðar, Einar Hákonarson málar og fyrrum skólastjóra mynd og handíða skólans og Ásu Richardsdóttur framkvæmdastjóra Íslenska dansflokksins.
Umræðan var hvað er list og hvaða hagnaður er af listinni fyrir efnahagskerfið. Sigmundur byrjaði umræðunar á því að tala um hina modernísku list sem að hefur verið í gangi í áratugi og þýddi það upp á Konsept list á Íslensku, ég spur mig nú að því hvort að konsept list sé íslenska yfirhöfuð. Ég fór því í nýju fínu orðabókina mína þar sem að nýyrði eru mörg og jú orðið konsept-list kemur fyrir og er þýtt sem hugmyndalist sem er bara alveg rétt þýðing á heitinu. Upplifun mín á þessum orðum fréttamannsins voru sú að maðurinn hefði(hefur) ekkert vit á myndlist, hafði greinilega ekki kynnt sér listasöguna nema að mjög takmörkuðu leyti. Honum hefði ekki dottið í hug að koma svona "óundibúinn" í viðtal við stjórnmálamann, Hvað segir þetta okkur um íslenskt sjónvarp? Að það hefur lítin áhuga á að fjalla um myndlist á málefnalegum grundvelli og að myndlistin tilheyri í flokki með fallegum landlagsmyndum í lok fréttatímans. Mér finnst reyndar vera stórt skref í rétta átt að þessi umræða átti sér stað í kastljósinu síðast liðin mánudag en það er langt í land.
Alveg fannst mér nánast hlæjilegt að hlusta á hann Einar Hákonarson tala um myndlist og skilyrðingar sínar fyrir myndlist. Hann sagði beinum orðum að myndlist væri fyrir sér málverk á striga og helst í ramma og að myndlist sem að væri ekki líkamlega erfið (þyrfti mikla æfingu til að læra) væri hreinlega ekki myndlist. Ég spyr mig frá hvaða öld er þessi maður, hann er gjörsamlega veruleikafirrtur. Hann nefndi það að þegar að hann hefði verið í námi þá hafi námið verið mikið og erfitt nám en að hann sæi það ekki í dag á nemendasýningum að það væri það lengur. Mig langaði mest til að stinga þessu öllu upp í hann og spurja hann hversu mikla listasögu hann hefði lært, því að það er ekkert nýtt að fólk sé að kúka í krukkur og sýna klósett sem listaverk. Lærði þessi maður einhverja listasögu spyr ég!!!
Einnig talaði hann um mismunun í listheiminum, hann sagði að þessu væri öllu miðstýrt og að unga fólkið í dag væri allt að þóknast sýningarstjórum sem að er bara alls ekki rétt, ég held bara að þessi maður ætti að fara til geðlæknis.
Sigmundur Daði spurði þeirrar spurningar hvað myndlist/listir gerðu fyrir hagkerfið, það hefur allt að segja fyrir hagkerfið, ef að við hefðum ekki leikhús, óperu, sinfoníu og myndlist hefðum við ekki alþjóðlegt lánatraust við værum á svipuðu menningarlegu stigi og þriðjaheimsríki. Einnig eins og Þórunn nefndi þá sprettur svo mikil nýsköpun og nýung út frá listinni t.d. fyrirtækið CCP eve online.
Ég vona að skoðun sem þessi (að listamenn eigi að höfða til fjöldans) sé ekki eins rík í þjóðfélaginu eins og það virtist á stjórnanda Kastljósins síðast liðin mánudag.

Jæja ég er hætt í bili
þangað til næst
með von um nýtt og betra Kastljós
Kveðja Ólöf Dómharða