Framhald :)..........að hengja upp hausa fyrir vestan
Þá er komið að framhaldinu af hengja hausa sögunni. Ég er flutt vestur í bili eins og þið flest vitið, en já hún Svala vínkona mín býr hérna fyrir vestan nánar tiltekið í súgandafirði. Kellan er barasta búin að ná sér í bónda þar í sveit. Það er nú ekki til frásögu færandi nema hvað að þau taka að sér að hengja hausa og fiska fyrir fiskvinnslu fyrirtæki hérna í nágreninu. Ég ákvað að kíkja í heimsókn í sveitina til Svölu&Svavars og þegar þangað var komið var að sjálfsögðu hoppað beint í vinnugallan og út í fjós&fjárhús = sama húsið hehe :) tékka á því hvort að einhver kindi væri að bera, það var ekkert að gerast svo við fórum inn að borða og eftir mat var stefnan tekin á Hjallinn. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað Hjallur er þá er það trégrindur þar sem fiskur og fiskhausar eru hengdir upp til þerris. Eftir sirka tvo mánuði er það svo tekið niður, pakkað og sent til Nígeríu þar þykir lostæti að sjóða þetta í súpur. Ég ákvað að ég hefði nú bara gott af því að fara og vinna svoldið :) við hengdum upp slatta eða um 7 tonn af þorskhausum, ég var frekar stolt :) Atli átti nú samt eitthvað bágt með að trúa því í fyrstu, fannst það svoldið mikið hehe :) Mér fannst þetta nú bara fínasta brúk á mér svo slegið var til og ég brúkuð aftur næsta dag. Þá var ekkert slor því að eftir nokkurra tíma vinnu á hjallinum var haldið heim í fjós þar sem við tókum á móti nokkrum lömbum og einni gullfallegri kvígu sem hlaut nafnið Domma. Þegar við vorum búnar að sinna gegningum þá var haldið heim og eldaður suðrænn kvöldverður. Við elduðum uppáhalds matinn okkar beggja (ólöf og svala...) tacos, nammi namm. Atli litli kom þreyttur af æfingu og áta af bestu lyst. Greyið þurfti að keyra alla leið frá Súðavík til Súgandafjarðar til að fá að borða.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home