22.3.07

Agla Vigdís komin í heiminn!!


já við höfum eignast stelpu #2 :) dugleg við :)
Fæðingin gekk mjög vel, en hún fæddist í vatni á hreiðrinu. Við stoppuðum stutt á Hreiðrinu en stúlkan fæddist kl 2:20 aðfaranótt sunnudags og við vorum komin heim til stóru systur um kvöldmataleyti á sunnudeginum. Eins og sést á myndinni hérna að ofan er stóra systir yfir sig ánægð með litlu systir. Stúlkan var nefnd þann 20.03 og fékk nafnið Agla Vigdís.

kveðja the mom

17.1.07

Falleg kúla!!! hvor?????

Þegar að hjúkrunarfræðingurinn sagði við mig þú hefur nælt þér í fallega kúlu. (haha) Þá í einfaldleika mínum hóstaði ég upp úr mér hvor hehe. En án alls gríns þá fór betur en á horfðist. Mér tókst að fljúga niður 7eða8 tröppur rúmlega 2 metra fall og enda á andlitinu. Barnið er í góðu lagi- það er fyrir öllu.
Ég hins vegar var með svona myndalega kúlu á aðfaranótt laugardags, á laugardag lak kúlan svo og á sunnudag var kúlan komin niður á nef.
Í dag er ég hins vegar að klást við háls og bakáverka en er að vonast til að komast yfir þetta sem fyrst!!!!

ég er einstaklega fall-eg ;)

heppin í óheppninni

kveðja hrakfallabálkurinn ógulegi

18.12.06

Þrívíddarsónar :)

Alveg yndisleg upplifun að fá að sjá krílið sitt í þrívídd!! Ótrúleg tækni að geta séð barnið hreyfa sig inn í bumbunni.

kveðja Olla Bumbusveinn

25.10.06


Von á stelpu
Við fjölskyldan eigum von á stelpu þann 12. mars.
Fórum í sónar í morgun og það gekk mjög vel.
spennandi
kveðja
Olla Bumba

1.8.06

Nauthóll í hádeginu ;)


Alveg yndislegt líf
ég fór með mömmu og Kleópötru minni í Nauthólsvík í hádeginum. Við borðuðum og létum sólina leika um okkur :) vá hvað það var kósý.
Húsið alveg að verða tilbúið!!!!!!
Stefnt á fluttning á fimmtudaginn
Kveðja Olla sólargeisli hehe :)

19.7.06

Vu sunshine!.jpg
Já sólin lét sjá sig loksins!!!!!!
Ég ætla að skonsast í sund eftir vinnu með litlu dúlluna.
Gleðilegt sumar allir saman
kveðja sólskins Olla

13.7.06

Svala eignaðist lítinn sætann strák


Svala og Svavar eignuðust þennan fallega strák í gær 12. júlí. Innilega til hamingju með það elsku Svala og Svavar. Hann var nú enginn smá smíði rúm 19 mörk. Kleópatra komin með kærasta ;) hehe
Get ekki beðið eftir að komast vestur til að sjá bjútíhnoðran

hamingju kveðjur Olla