3.6.04

Húsmóðir fyrir vestan........

Ég hef tekið að mér nýtt starf :) ég er orðin HÚSMÓÐIR fyrir vestan. Þetta er að sjálfsögðu svolítið stökk upp á við þar sem ég hef verið óbreyttur nemandi hingað til. Þetta starf er mjög fjölbreytt og reynir mjög á andlegu hliðina, sérstaklega þegar kemur að þrifum á límmiðum um alla veggi!! Ég hef staðið mig vel hingað til, að mínu mati, ég hef bakað 3 tegundir af brauði á einni og hálfri viku sko mína. Ég er búin að skúra allt einu sinni og þrífa helmingin af veggjunum, klósettið var tekið í gegn og svefnherbergið. Svo á mín von á gestum á morgun svo að allar sængur og koddar voru þveginn eða viðrað. Að sjálfsögðu þurfti að þrífa gestaherbergið en þegar ég var að taka rúmið fram beið mín þar þvílíkur viðbjóður............þar fann ég notaðan smokk!!!!!! Þessir fyrrum íbúar þessarar íbúðar eru algjör ógeð...........ekkert illa meint............ en það er ég sem þarf að þrífa þetta. ( reyndar fékk ég húsbóndan til að fjarlægja smokksógeðið) Eins og sannri húsmóður sæmir þvæ ég að meðal tali 1&hálfa þvottavél á dag. Ég vill kvarta yfir einu þá finnst mér frekar ömurlegt að horfa upp á allar þessar auglýsingar þar sem duft&töflur fyrir uppþvottavélar eru í aðalhlutverki en aldrei er auglýst hvaða uppþvottalögur er bestur til þess að vaska upp með. Að vaska upp er neflilega vandvirknisverk skal ég sko segja ykkur. Kannski er vandamálið bara það að ég fæ Monicku-syndrom annað slagið og það getur verið ansi erfitt að ráða við það heilkenni...........................
Kveðja hamingjusöm húsmóðir fyrir vestan

p.s. ég fæ 1.5 blóm á meðaltali á viku frá bóndanum :o)
p.p.s. kíkið endilega á Linkin, þar er ein af 3 uppskriftunum sem ég er búin að prufa..........mæli með henni -hvílaukur og rosalega gott með smjöri :o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home