25.5.06

útskrift og óvænt uppákoma




Í gær útskrifaðist ég úr listaháskóla Íslands með B.a. gráðu í myndlist og hélt veislu fyrir vini og fjölskyldu. Ég hélt ræðu eins og tíðkast í veislum sem þessari en kom öllum á óvart og bað Atla í lok ræðunar. Þetta kom að sjálfsögðu öllu mjög mikið á óvart og þá sérstaklega Atla(híhí ;) ) Hann sagði JÁ sem betur fer og erum við því trúlofuð :) ég sem sagt hamingjusamasta kona í heimi.

kveðja
Olla unnusta Atla

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju turtildúfur :)
Didda Simmi og Aron Blær

9:21 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta var geggjað partý ;) Það verður langt þangað til einhver toppar þetta Ólöf mín.
P.s. veitingarnar voru geggjaðar. Sérstaklega pulsurnar muhahah.

Kv. Sigga & bumbos

11:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKU VERÐANDI HJÓN (ha ha ha)..leiðinlegt að missa af þessu yndislega kvöldi, ég kyssi ykkur og knúsa næst þegar ég sé ykkur.

Þið takið ykkur vel út með hringana!

Kær kveðja úr götunni við hliðinni á;) Harpa, Haukur og Kristín María

3:05 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

innilega til hamingju!! ég verð að koma og faðma ykkur áður en ég fer!

og ég segi bara líka að þið takið ykkur sko vel út með hringana

8:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og til hamingju með þetta tvennt!
Fyrsta sem mér datt samt í hug var hvernig vissirðu hvaða stærð hann Atli þyrfti?! Fóru fram mælingar í svefni?
Þið eruð alveg ægilega sæt fjölskyldan!

Bestu kveðjur!

11:28 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með trúlofunina elsku Olla og Atli! Rosa leiðinlegt að hafa misst af þessu uppátæki :(
En þið takið ykkur ógó vel út með hringana ;o)

Rakel, Hansi & Helena

4:31 e.h.  
Blogger Domma said...

takk fyrir allar kveðjurnar :)
já við erum ótrúlega myndarleg með þessa fallegu gullhringi ;) Sigga hringurinn er örlítið of stór þar sem engin mæling fór fram og engin hringur til að fara eftir :S

Kveðja Olla biðill

10:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Til Hamingju Fallega fjölskylda

Sjáumst fyrir vestan eftir rúma viku:)



P.S. myndin (ókláraða) hangir enn í eldhúsinu hjá okkur ;)

3:07 f.h.  
Blogger P*aldis said...

Vó.. Innilega til hamingju með TRÚLOFUNINA!!
Dómhildur - þú ert svo mikil kjarnakona !! ;)
Flott að konan fari á skeljarnar .. :o)

p.s.
.. til hamingju jú auðvitað líka með útskriftina

9:07 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home