14.4.06

Húsablús :)

Jæja eins og flestir vita þá erum við skötuhjúin búin að fjárfesta í raðhúsi. Við erum búin að fá afthent en stöndum í vægast sagt gífurlegum framkvæmdum. Við erum að moka út helminginn af kjallaranum 56 rúmmetrar af efni (um 8 gámar Ómæj) Við ákváðum víst að við vorum að standa í þessu á annað borð að lækka gólfið sem var nota bene 2 m niður um 50 cm. Þetta fer nú samt allt að taka enda, og erum við að undirbúa undir steypu. Vonandi verður hægt að steypa í næstu viku og þá getum við farið að huga að fluttningum einhvern tíman fyrir sumarið :) vonandi fyrir 20 maí þar sem það var búið að skipurleggja heljarinnar Evríjóvísjón partý
;)
Ég hendi inn nokkrum myndum svo að þið getið séð hvað við moldvörpunar höfum verið að bralla.

kveðja Moldvarpan











2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

vá þetta er sko spennandi verð ég að segja!! annars er ég að koma til landsins og verð í rúman mánuð þannig að ég er búin að bóka mig á útskriftina þína

11:06 f.h.  
Blogger Domma said...

takk fyndið ég sagði ekkert því að ég held að þú vissir það. Sem sagt þá vorum við kaupa í Ásgarði 153 sem er lítið raðhús fyrir ofan bústaðaveg. Það er á 3 hæðum og við erum að stækka kjallaran um 17 m2 það þýðir mikil mold sem þurfti að ferja út :S Þið getið endilega kíkt við við tækifæri, ef við erum ekki heima þá kíkið þið bara á gluggana ;)
Annars stefnum við á evrovisíjón partý í maí.

kveðja Olla húsamús (fyrrum moldvarpa)

10:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home