Aðlaðandi er KONAN ánægð


Ég fékk innblástur um blogg þegar að ég las bloggið hjá ástkæri vínkonu minni henni Jóhönnu
Það fjallaði um hvernig konur ættu að haga sér til að ná sér í mann :) áhugavert :) Ég erfði neflileg mjög svipaða bók frá ömmu minni( sem fékk hana frá mömmu sinni) en hún þurfti ekki að halda á henni lengur svo að hún ákvað að gefa mér hana (hmm var það kannski eitthvað hint??????) Bókin heitir Aðlaðandi er KONAN ánægð merkileg bók skal ég segja ykkur. Mig langar að deila með ykkur nokkur valin brot úr bókinni:
"Í gamla daga fannst sumum það ein af dyggðum konunnar, ef hún var ljót. Nú á dögum er það játað af þeim, sem vinna að velferð líkama og sálar, að það sé vart heilbrigð kona, sem hefur ekki rænu á að hugsa um útlit sitt, vilja vera aðlaðandi." (Bennet, Joan. 1945. Bls. 9)
Fyrir ykkur sem viljið lýsa hárið heima ;)
"Hárið lýst heima.
Hérna er aðferð til þess að lýsa hárið (í heimahúsum). Hárið lýsist ekki mjög fljótt, en verður eðlilegt:
1/2 bolli af 13% eða 14% brinoverilte,
Safi úr sítrónu.
Ein þeytt eggjahvíta.
Hellið þessu yfir hárið og látið það sitja um kyrrt í klukkutíma. Skolið hárið úr aðeins hálfvolgu vatni (hvítan má ekki soðna). Sápið síðan hárið rækilega og þvoið það eins og venjulega. Notið þetta "meðal" á sex mánaða fresti."
Í kaflanum Að geðjast karlmönnum
".........Því segi ég:
Leiðréttið aldrei karlmann að öðrum viðstöddum, málfæri hans, skoðanir né setjið út á hegðun hans eða siði.
Svíkið ekki gefið loforð um stefnumót, þó að yður bjóðist síðar annað skemmtilegra.
Segið engum manni ósatt. Neitið að svara eða sneiðið hjá því, en ljúgið ekki upp í opið geðið á honum. Það kemst upp.
Setjið móðurtilfinninguna á hilluna og lofið manninum að ráða þá stuttu stund, sem hann býður yður út. Þér verðið sjálfsagt undrandi yfir, hve gaman það er að láta dekra þannig við sig,
Biðjið, skrifið ekki og forðizt kaldhæðni. Karlmenn hata og hafa hatað hæðni allt frá því, er þeir voru á skólabekknum ; þeir hötuðu hæðni kennarans, hæðni konunnar geta þeir aldrei fyrirgefið."
Fyrir ykkur sem viljið lýsa hárið heima ;)
"Hárið lýst heima.
Hérna er aðferð til þess að lýsa hárið (í heimahúsum). Hárið lýsist ekki mjög fljótt, en verður eðlilegt:
1/2 bolli af 13% eða 14% brinoverilte,
Safi úr sítrónu.
Ein þeytt eggjahvíta.
Hellið þessu yfir hárið og látið það sitja um kyrrt í klukkutíma. Skolið hárið úr aðeins hálfvolgu vatni (hvítan má ekki soðna). Sápið síðan hárið rækilega og þvoið það eins og venjulega. Notið þetta "meðal" á sex mánaða fresti."
Í kaflanum Að geðjast karlmönnum
".........Því segi ég:
Leiðréttið aldrei karlmann að öðrum viðstöddum, málfæri hans, skoðanir né setjið út á hegðun hans eða siði.
Svíkið ekki gefið loforð um stefnumót, þó að yður bjóðist síðar annað skemmtilegra.
Segið engum manni ósatt. Neitið að svara eða sneiðið hjá því, en ljúgið ekki upp í opið geðið á honum. Það kemst upp.
Setjið móðurtilfinninguna á hilluna og lofið manninum að ráða þá stuttu stund, sem hann býður yður út. Þér verðið sjálfsagt undrandi yfir, hve gaman það er að láta dekra þannig við sig,
Biðjið, skrifið ekki og forðizt kaldhæðni. Karlmenn hata og hafa hatað hæðni allt frá því, er þeir voru á skólabekknum ; þeir hötuðu hæðni kennarans, hæðni konunnar geta þeir aldrei fyrirgefið."
Ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég fór að því að ná í Atla þar sem ég braut yfir helmingin af reglum þessara bókar!!!! En þið hinar sem eru á lausu ef þið ætlið að ná í mann þá get ég ljósritað þennan kafla fyrir ykkur :)
eitt að lokum
"Ef þér viljið komast hjá því, að karlmaður verði nærgöngull, sýni það, að honum finnst þér eftirsóknaverð, skulið þér athuga eftirfarandi:
"Ef þér viljið komast hjá því, að karlmaður verði nærgöngull, sýni það, að honum finnst þér eftirsóknaverð, skulið þér athuga eftirfarandi:
- Drekkið ekki áfengi, svo að þér verðið kennd eða ástleitin.
- Sýnið manninum ekki nein blíðuatlot, þó sakleysisleg séu. Það kann að misskiljast og er rangt gagnvart manninum.
- Verið ekki kæruleysisleg í orðum eða gróf, til þess að sýna, hve "veraldarvön" þér séuð.
- Verið ekki í einrúmi með manninum, farið ekki í heimsókn til hans í einkaherbergi hans, eða ferðalag með honum einum.
- Látið yður ekki kí kjass og kossa, með þeim lyktum, að verða móðursjúk og móðguð, er maðurinn heldur yður fúsa til fylgislags við sig.
- Í stuttu máli sagt: Lofið ekki meiru en þér viljið efna."
Með von um að þið einhleypu konur þarna úti getið nýtt ykkur þessa speki, kveð ég.
1 Comments:
Þakka þér kærlega fyrir, þessi ráð koma mér pottþétt að einhverjum notum við hina mikilu leit að hinum eina rétta..
Skrifa ummæli
<< Home