Sófa kaup, húsa afhending og lokaverk





Já ég er í algjörum vandræðum, ég er að reyna að kaupa mér sófa. Þvílíkur höfuðverkur!!!!!!
Maður þarf að móta sér stefnu um það hvort maður vilji
- Hönnun eða ekki
- leður eða tau
- stóran eða lítin
- tungu, sett eða stakan
- rauðan, grænan, appelsínugulan, svartan eða gráan............eða brúnan
- dýran (á lánum :( eða ódýran og borga´nn
grrrr höfuðverkur
Við fáum húsið afhent á miðvikudag vívíví þá tekur við gífuleg vinna við það að grafa út kjallarann sem verður nú bara gaman.
LOKAVERK tatatatata nú er ég á fullu að vinna að lokaverki og býð ykkur öll hjartanlega velkomin á útskriftasýninguna þann 6.maí í Listasafni Reykjavíkur.
Sjáumst Ólöf Dóm
7 Comments:
Vá hvað þú hefur ekki sama smekk á sófum og ég. Finnst enginn þeirra girnilegur... En skal samt alveg sitja á þeim þegar ég kem í heimsókn.
Hey, ótrúlegt en satt þá finnst mér þeir flestir mjög smart. Sérstaklega þessi fjólublái. Annars öskra þeir ekki beint á mann að leggja sig í þeim! Held það sé það sem Svala eigi við.
já held að hún sé að meina það en þessi sófi á að vera í sparistofunni ekki sjónvarpsstofunni. Svo að ég vill töff og temmilega þægilegan.
er það ekki hönnun og þægindi sem eiga að spila höfuð rullu...annars er ég veikust fyrir efstu tvem....en bíddu bíddu hvað er þetta með hús??
hús hús húsamús :) já við vorum að kaupa okkur RAÐhús. Það er í Ásgarði sem er í 108 rvk. fengum afhent í gær þvílík hamingja. Svo að ég verða að fara versla sófa :)
við að heilsa til Ítalíu ;o)
kv. Ólöf Húseigandi
Harpa´s voting:
Neðstu tveir eru mega flottir...!!!
mín lokasýning er 14 maí í nýju rými listasafns Akureyrar, verðum opnunarsýning,, er einmitt að vinna mitt lokaverk hérna fyrir sunnan
Skrifa ummæli
<< Home