Akureyri :)
Já ég og Kleópatra ætlum að skella okkur til Akureyrar í dag. Haukur elskulegi vinur minn býr á Akureyri og við ætlum að hafa það ofboðslega gott saman. Stefnan er tekin á að
Minni á að útskriftasýningin stendur til 24 maí fyrir þá sem hafa áhuga.
kveðja Ólöf Dómhildur frá Draflastöðum
- Fara í sund
- Hanga og gera ekki neitt
- Fara á listasöfn og í jarðböð á mývatni
- Fara í sund
- Borða góðan mat að hætti Hauks
- Hanga og horfa á imban og borða nammi
- Baða sig í sólinni sem lætur vonandi sjá sig
- Fara í göngutúra
Minni á að útskriftasýningin stendur til 24 maí fyrir þá sem hafa áhuga.
kveðja Ólöf Dómhildur frá Draflastöðum
4 Comments:
takk fyrir síðast, gaman að þú skildir getað séð sýningarrýmið okkar, þetta heitir Rými. Við hittum prófdómarana á morgun damm damm famm....Vona að þið hafið ekki fengið kvef í kuldanum hérna á eyrinni. :)
Góða ferð Olla mín...þið mæðgurnar duglegar að skella ykkur norður! Bið að heilsa Hauki, hafið það gott.
Kv. Harpa
Vona að þið hafið skemmti ykkur vel í höfuðstað norðurland. vona líka innilega að þið hafið komist í sund, hvernig gekk? og jarðböðin, fóruð þið. Ég er alveg svaka spennt, það er nefnilega hvergi eins gaman að fara í sund og á Akureyri og mig langar mikið að prófa jarðböðin við Mývatn. Kannski ég fái ykkur til að kíkja þangað með mér þegar fram líða stundir, allavegana er Svavar ferkar tregur í taumi...
Kv Svala tala
komin aftur á höfuðstað suðurlands ;)
Það var alveg yndislegt fyrir norðan :) við fórum í sund og Kleópatra brilleraði alveg í sundi og synti örugglega 50 m. Við nenntum ekki að fara á Mývatn vorum of upptekin við horfa á sjónvarpið, þæfa og labba um bæinn. Ég skal hins vegar fara með þér þegar fram líða stundir í jarðböðin á Mývatni. Það var sem sagt alveg yndislegt á Akureyri.
Olla
Skrifa ummæli
<< Home